Bananakaka í bolla fyrir einn

18 Jul 2017

Bananakaka sem er bökuð í örbylgjuofni. Einföld, fljótleg og þægileg uppskrift.

Innihaldsefni:

 • 3 msk. Biona lífrænt kókoshveiti
 • 1/4 tsk. matarsódi
 • Salt á hnífsoddi
 • 2 tsk. Biona lífrænn kókossykur
 • 1,5 msk. vatn
 • 1 msk. stappaður banani
 • 1/4 vanilluekstrakt

Aðferð:

 1. Blandaðu öllum þurrefninum saman í skál.
 2. Bættu vatni, banana og vanilluekstrakt saman við.
 3. Settu deigið í bolla og inní örbylgjuofn
 4. Bakaðu í 2-3 mínútum á háum hita (fer þó eftir því hve öflugur ofn er notaður).
 5. Skreyttu með bláberjum og/eða banana.