Tortilla vefjur

06 Sep 2017

Tortilla vefjur með nýrnabaunum og grænmeti. Einfalt og þægilegt!

 
Tortilla vefjur frá Amaizin
  • 1 dós nýrnabaunir frá Amaizin
  • 400 g maískorn – lífræn
  • 1 stk paprika, fínt skorin í lengjur (ekki bita)
  • 1 stk skalottlaukur, fínt skorinn
  • 1/2 stk fínt skorið chili
  • 1 tsk kúmen
  • smá mynta, fínt skorin
  • sítrónusafi úr tveimur sítrónum
  • salt og pipar
  • handfylli af sólblómafræjum
 
Aðferð:
Setjið allt í skál nema sólblómafræin. Blandið vel saman og geymið í kæli í u.þ.b klukkutíma. Þurrristið sólblómafræin á pönnu. Blandið sólblómafræjum saman við salsa blönduna. Skiptið niður og setjið í sex tortilla vefjur. Berið svo fram með Amaizin basmati hrísgrjónum.