Spennandi og alþjóðleg vörulína frá Amaizin og uppskrift

06 Sep 2017

Vörurnar eru innblásnar af uppskriftum allt frá Mexíkó til Sri Lanka! Amaizin Organic leggur mikla áherslu á að nota aðeins besta fáanlega hráefni í sína framleiðslu, enda vörurnar þeirra algerlega lífrænar. Hráefnið í tortilla flögurnar kemur frá Evrópu þar sem maís ræktun í Mexíkó er verulega smituð af erfðabreyttu maískorni. Því ákvað Amaizin að velja framleiðendur í Evrópu sem framleiða lífrænt korn. Framleiðslan á tortilla flögum frá Amaizin byggir svo á gamalgróinni mexíkóskri uppskrift og hefð.

Kynntu þér frábært úrval af vörum frá Amaizin Organic í Heilsuhúsinu en línan inniheldur m.a. tortilla og salsa ásamt ljúffengum baunum sem koma tilbúnar til notkunar. Þá má nefna linsubaunir í dásamlegri karrýsósu og nýrnabaunir í chilí sósu sem fullkomna máltíðina. Þetta er spennandi vörulína sem óhætt er að mæla með – og mundu að kíkja á verðið!

Tortilla vefjur frá Amaizin
  • 1 dós nýrnabaunir frá Amaizin
  • 400 g maískorn – lífræn
  • 1 stk paprika, fínt skorin í lengjur (ekki bita)
  • 1 stk skalottlaukur, fínt skorinn
  • 1/2 stk fínt skorið chili
  • 1 tsk kúmen
  • smá mynta, fínt skorin
  • sítrónusafi úr tveimur sítrónum
  • salt og pipar
  • handfylli af sólblómafræjum
 
Aðferð:
Setjið allt í skál nema sólblómafræin. Blandið vel saman og geymið í kæli í u.þ.b klukkutíma. Þurr-ristið sólblómafræin á pönnu. Blandið sólblómafræjum saman við salsa blönduna. Skiptið niður og setjið í sex tortilla vefjur. Berið svo fram með Amaizin basmati hrísgrjónum.