„Horchata“ hafragrautur

06 Nov 2017

Hinn spænsk ættaði Horchata drykkur er hér komin í form hafragrauts og okkur finnst hann æði!

Innihald:

 • ½ bolli Rude health haframjöl
 • 1 bolli Rude Health Tiger Nut drink (eða ½ af Tiger Nut og ½ af vatni)
 • ½ þroskaður og maukaður banani
 • ¼ tsk vanillu extrakt eða duft
 • 1/4 tsk kanill

Til að toppa með:

 • Kókosflögur eða kurl
 • Bláber
 • Saxaðar hnetur
 • ....eða bara eitthvað annað gott

Aðferð:

 1. Setjið haframjöl, maukaðan banana, kanil, vanillu og Tiger Nut Drink (og vatn) í pott.
 2. Látið sjóða í 3-4 mínútur eða þar til grauturinn er orðinn mátulega þykkur. 
 3. Hrærið í annað slagið. 
 4. Skellið í fallega skál og toppið með einhverju gómsætu.