Græn smoothie morgunverðarskál

09 Jul 2018

Holl, girnileg og fljótle smoothie skál.

Innihaldsefni: 

  • Tveir niðursneiddir bananar (frosnir)
  • 2 matskeiðar Biona Organic Virgin Coconut Oil
  • 100 gr. spínat
  • 1 Avocado, skrældur og niðursneiddur
  • 1 mangó, skrældur og niðursneiddur
  • 1 matskeið Biona Organic Almond Butter
  • 250 ml. möndlumjólk
  • 1 matskeið Biona Organic Maple Agave Syrup

Topping:

Ferskt Kiwi, epli, lime, banani og bláber

Biona Organic Pure Oaty Granola

Fersk minta til skreytingar

Aðferð:

1. Settu öll innihaldsefnin í blandara þangað til blandan er mjúk. Settu í tvær skálar.

2. Skerðu niður fersku ávextina og settu ofan á blönduna í skálunum.

3. Dreifðu granóla ofan á ávextina og skreyttu með mintu.