Súkkulaði prótein makkarónur sem ekki þarf að baka

10 Aug 2018

Þessar makkarónur sem ekki þarf að baka bragðast dásamlega. Hægt er að geyma þær í ísskáp eða í frysti, það fer bara eftir því hve kaldar þú vilt hafa þær.

Innihaldsefni:

 • 160 gr. stappaðir bananar
 • 60 ml. kókosolía, bráðin
 • 30 gr. Chocolate Pea Prótein
 • Klípa af Himalayansalti
 • 60 ml. hlynsíróp
 • 1 teskeið vanilluextrakt
 • 10 gr. chia fræ

Leiðbeiningar:

 1. Blandaðu banana, hlynsírópi, kókosolíu og vanilluextrakti saman þar til mjúkt.
 2. Blandaðu blautu innihaldsefnunum saman við og hrærðu öllum innihaldsefnum vel saman.
 3. Notaðu ísskeið til að búa til fallega mótaðar makkarónur.
 4. Settu kökurnar á bökunarpappír og frystu í 15 mínútur fyrir mjúku útgáfuna eða yfir nótt til að fá þær mjög harðar.

Geymdu kökurnar í ísskáp í þéttu íláti í allt að eina viku. Ef kökurnar eru geymdar í frysti endast þær í allt að einn mánuð.

 

Heimild: https://www.pulsin.co.uk/blog/category/peachypalate/  og frá vefsíðunni Peachy Palate http://peachypalate.com/