Kókos- og ananas Smoothie

18 Jul 2019

Kókoshnetu og ananas þeytingur sem færir þig í andlegt ferðalag til Púrtó Ríkó! Þessi snilld hentar vel sem millimál – eða jafnvel sem eftirréttur!

Það er mjög einfalt að laða fram þennan drykk. Þú einfaldlega skellir öllu innihaldinu í blandara.

Innihaldsefni:

  • 1 ½ bolli (350 ml) Rude Health Coconut Drink
  • ½ banani
  • ½ bolli(120 ml)  niðurskorinn ananas (Ferskur eða frosinn)
  • Safi úr ½ límónu
  • 1/3 bolli (80 ml) kókosrjómi
  • 3 ísmolar

Það er hægt að toppa þeytinginn kókosflögum og hverju sem þér dettur í hug!