Bökuð sætkartafla með gómsætri fyllingu

23 Sep 2021

Vörurnar frá Biona eru lífrænar og dásamlega bragðgóðar. Prófaðu þessa hollu ljúffengu uppskrift af fylltum sætum kartöflum.

Innihaldsefni:

 • 4 meðalstórar sætar kartöflur
 • 1 msk Biona lífræn ólífuolía
 • 1 stór laukur, skorinn smátt
 • 2 hvítlauksgeirar, skornir smátt
 • 1 tsk chilliduft
 • 1 tsk þurrkað oreganó
 • 1/2 tsk kúmen
 • 1/4 tsk chipotle chili duft eða cayenne pipar, má sleppa og fer eftir smekk
 • 1 dós af Biona lífrænum svörtum baunum
 • 150ml Biona Organic tómatpassata
 • salt og pipar eftir smekk
 • Handfylli af rifnum osti
 • Kóríander, avókadó og jógúrt til skreytingar
   

Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn í 200 gráður.
 2. Stingdu göt í sætu kartöflurnar með gafli og settu síðan á bökunarplötu. Steiktu kartöflur í ofni í 40-50 mínútur eða þar til þú getur stungið gafli eða hníf í miðja kartöfluna. Á meðan sætu kartöflurnar eru í ofninum, hitaðu olíu við meðalháan hita á pönnu.
 3. Steiktu lauk og hvítlauk þar til laukurinn mýkist eða um 6-8 mínútur.
 4. Næst skal blanda chili dufti, oregano, kúmeni og chipotle chili dufti eða cayenne, fer eftir smekk.
 5. Blandaðu baunum og passata saman við. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu síðan hitann og leyfðu að malla í nokkra mínútur.
 6. Smakkaðu til og bragðbættu með salti og pipar eða viðbótarkryddi ef þurfa þykir. Þegar sætu kartöfurnar eru tilbúnar skaltu skera þær í tvennt.
 7. Settu væna skeið af baunamaukinu á hvern kartöfuhelming og stráðu svo osti yfir.
 8. Toppaðu síðan með kóríander, avókadó og jógúrti.

Verði þér að góðu!