Góðgerlar á morgnana er orðinn fastur liður í rútínunni hjá mér og dóttur minni. Eftir að ég eignaðist dóttur mína fór ég að huga betur að heilsunni og fór að fræða mig meira. Þar á meðal fór ég að skoða góðgerla.
Kalk, öðru nafni kalsíum er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er um 1,5 til 2% af líkamsþyngd, þar af 99% í beinum. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum. Samdráttur vöðva, sending rafboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs þarfnast kalks. Rannsóknir benda til að kalk geti lækkað blóðþrýsting, minnkað blóðfitu og dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.
Magnesíum er ásamt kalki og fosfór nauðsynlegt fyrir heilbrigð og sterk bein. Það er hvati til myndunar ýmissa ensíma í líkamanum, sérstaklega þeirra sem stjórna orkumyndun. Það er náttúrulega vöðvaslakandi, einnig nauðsynlegt fyrir starfsemi tauga. Skortur á magnesíum hefur áhrif á taugaboð og vöðvasamdrátt.
A-vítamín er efnasamband sem finnst í dýraafurðum í mismunandi forma retinóla. A-vítamín fyrirfinnst einungis í plöntuheiminum sem undanfari A-vítamíns eða í formi beta karótíns. Beta karótín tilheyrir flokki plöntulitarefna sem kallast karótenóíð. Upptaka á beta karótíni í mannslíkamanum viriðist nokkuð auðveld. A-vítamín er fituleysanlegt vítamín.
D vítamín finnst í tveimur formum; D2 (ergocalciferol) og D3 (cholecalciferol). D2 kemur frá plöntuafurðum eins og sveppum ásamt fæðu með viðbættu D vítamíni eins og mjólk og morgunkorni. D3 kemur aðallalega frá dýraafurðum eins og fiskiolíu, feitum fisk, eggjarauðu og lifur. D vítamín er fituleysanlegt vítamín.
Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun.