Fréttir

Girnileg uppskrift að hollum lummum.

Kókoshnetu og ananas þeytingur sem færir þig í andlegt ferðalag til Púrtó Ríkó! Þessi snilld hentar vel sem millimál – eða jafnvel sem eftirréttur!

Hefur þú ekki tekið eftir því að jackfruit hefur verið að skjóta upp kollinum á matarbloggum, street food stöðum og veitingahúsum undanfarið? Jackfruit birtist fyrst á Pinterest á lista yfir heitustu matartrendin árið 2017 og hefur haldið áfram að búa til eftirspurn enda er hægt að nota jackfruit í fjölda matrétta þar sem áferð þess minnir mjög á áferð kjöts.

En hvað er það, hvers vegna það er vinsælt og hvernig á að nota það?

Hver elskar ekki að borða hnetusmjör og banana saman? þessi ristaða samloka ætti ekki að valda vonbrigðum!

Einföld og fljótleg beygla með hnetusmjöri og epli.

Einfaldar og hollar "anda" pönnukökur með krydduðuðu og tilbúnu Jackfruit og grænmeti.

Girnilegt og fljótlegt meðlæti fyrir fjóra.

Heilsuhúsið hefur hafið sölu á umbúðalausri matvöru og geta viðskiptavinir Heilsuhússins í Kringlunni nú keypt þurrvöru og sett beint í eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir.  

Heilsuhúsið hefur hafið sölu á umbúðalausri matvöru en fjölmargir viðskipavinir hafa óskað eftir að geta keypt þurrvöru og sett beint í eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir.  

Próteinþeytingur sem hentar vel sem morgunmatur eða millimáltíð.

Skipulag er lykilinn að árangri þegar kemur að hollu mataræði. „Yfir-nótt“ hafragrautar eru ein af þessum frábæru lausnum sem spara tíma. Þeir eru líka hrikalega góðir og hægt að útfæra á ótal vegu. Þú getur útbúið svona hafragraut fyrir þrjá daga í senn og geymt í kæli og gripið svo með þér sem snöggan morgunmat eða léttan hádegismat.

Bragðmikið tófú og brakandi ferskt salat er máltíð sem klikkar ekki! Þessi uppskrift er einföld, fljótleg og hentar jafnt sem hversdagsmatur og á veisluborð. Ef þú átt grill getur þú sett tófúið beint á spjótin og skellt þeim á grillið.

Bragðast eins og argasti skyndibiti en svo miklu hollara! Blómkál er kannski fjölhæfasta grænmetið og smakkast einstaklega vel í þessari stökku og bragðgóðu útgáfu. Snilldar meðlæti eða fingramatur í veisluna eða matarboðið.

Þetta brauð er svakalega seðjandi, algjörleg mjöllaust og þess vegna alveg glútenfrítt. Hentar vel þeim sem eru á ketó. Það er auðveldlega hægt að skipta hörfræjunum út fyrir chia fræ, en þá er best að leggja þau í bleyti og þá má líklega minnka eggjaskammtinn niður í 4 egg.

Sýklalyf eru tvíeggja sverð. Við megum vera afskaplega þakklát fyrir að þau eru til því að þau geta bjargað mannslífum. Á hinn bóginn eru þau afleit fyrir þarmaflóruna okkar því þau drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka þær góðu sem eru okkur svo mikilvægar. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að hlúa vel að þarmaflórunni á meðan inntaka sýklalyfja gengur yfir og eftir hana.

Verslanir Heilsuhússins eru tvær talsins ásamt netversluninni. Tvær eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Kynntu þér nánari staðsetningar, opnunartíma, símanúmer og netföng allra verslana Heilsuhússins hér að neðan.

Icelandic herbal salves línan er framleidd af Margréti Sigurðardóttur sem lærði grasalækningar í Danmörku.  Öll línan er með lífrænum olíum. íslenskum jurtum,erlendum jurtum og paraben frí.  Hægt er að fá margskonar smyrsl gegn húðvandamálum s.s. exem og psoriasis en einnig líkamskrem, dag og næturkrem auk fleiri tegunda.  Þess má geta að allar vörurnar eru í glerkrukkum.

Brauðið frá Kaju hentar fyrir Ketó fæði en er að auki glúteinlaust og gerlaust. Einstaklega bragðgott brauð. Túnvottað og íslensk framleiðsla! Brauðið kemur nýbakað í Heilsuhúsin á höfuðborgarsvæðinu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þess á milli er hægt að kaupa þau frosin á meðan birgðir endast. Verð: 1.154 kr.