Fréttir

Engifer hrákökur með bleiku rauðrófukremi, hollar og krúttlegarfyrir litla putta. Ein uppskrift eru 8 frekar stórar kökur.

„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ segir í skemmtilegum texta Stuðmanna.

Það er svo gaman að nota berin úr haustuppskerunni. Hér kemur ein gómsæt hráfæðissulta sem er dásamleg á brauðið, í múslíið (hrein jógúrt, sulta, múslí! namm) og á kökuna. 

CONCENTRATION FREYÐITÖFLUR

Arctic Mood er íslenskt vörumerki sem fram-leiðir dásamlega gott te, unnið úr íslenskum lífrænt ræktuðum jurtum. „Markmiðið er að teframleiðsla fyrirtækisins verði leiðandi í framleiðslu á jurtatei á Norður-löndunum“ segja eigendur og stofnendur þessa kraftmikla frum-kvöðla-fyrirtækis.

GINSENG FYRIR KONUR

Nú er fáanlegt í Heilsuhúsinu Siberian Ginseng frá Lifeplan sem er algerlega sniðið að konum og gefur orku sem hentar kvenlíkamanum mjög vel.

Ginsengið vinnur gegn streitu og örvar hugann án þess að trufla svefn eða valda eirðarleysi. Siberian Ginseng hefur að auki hormónajafnandi áhrif og eykur hæfni kvenlíkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag.  

Sæl Inga.

Ég er að fá ítrekaðar kinn- og ennisholusýkingar. Ég vinn við að fljúga svo þetta fer alls ekki vel saman. Ég er ekki spennt fyrir að taka mikið pensilín eða fara í aðgerð.  Það er alveg spurning hvort það geti verið undirliggjandi ofnæmi líka og ég er að vinna í að fá tíma hjá ofnæmislækni.

Áttu einhverjar ráleggingar handa mér?

Kær kveðja B

Inga Kristjáns næringarþerapisti skrifar: 

Hvað er góð heilsa ?

Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi.

Sæl Inga.

Ég er að velta fyrir mér hvort einhver bætiefni séu til sem gætu aðstoðað mig. Ég er stundum með andremmu. Veit ekki af hverju.

Ég borða allan mat í hófi, hvort sem hann er hollur eða óhollur. Tannhirða mín er mjög góð.

Einhverra hluta vegna held ég að þetta komi úr maganum á mér. Er eitthvað sem ég gæti prufað að taka inn, einhver bætiefni eða eitthvað sem gæti mögulega lagað þetta? Nú er ég enginn sérfræðingur en gæti verið að magasýrurnar séu í rugli hjá mér?

Mátt endilega ráðleggja mér.

Kv, G

Þegar hnetusmjör hittir banana gerast einhverjir töfrar. Þetta tvennt bragðast dásamlega vel saman. Einn uppáhaldsréttur Elvis Presley var samloka steikt á pönnu með smjöri með hnetusmjöri og banönum inni á milli. Hér er hollari valkostur sem er ekki síður bragðgóður. Þeytingur sem færir manni vellíðan inn í daginn.

Hér er smá heimaföndur. 

Prófaðu að gera þitt eigið tannkrem!

Matcha te er ótrúlega áhrifaríkt. Það hefur mikla andoxandi eiginleika, hreinsandi & orkugefandi.  Hér eru Matcha orkukúlur sem þú verður að prófa - einfaldar eru þær !

Sæl.

Ég er með einn 2 og 1/2 árs sem á mjög erfitt með hægðir og búinn að vera þannig í um það bil ár meira og minna.

Mig langar svo að vita hverju þú mælir með?

Kveðja, S

Eins og ég skrifaði um í fyrsta pistlinum mínum, þá ákváðum ég og móðir mín að fara á glúten og gerlaust mataræði fyrir um 15 árum síðan. Mamma var mikill mígrenisjúklingur og ég var líka farin að fá slík köst, þannig að við tókum báðar upp breytt mataræði. Það reyndist mikið gæfuspor fyrir okkur báðar.

Sæl Inga.

Ég hef verið greind með sveppasýkingu í húð af húðlækni (eftir margar rangar greiningar hjá heimilislækni). Ég hef tvisvar sinnum farið á lyfjakúr og nota krem á hverjum degi. Nú er er ég með mikinn kláða í hársverði og húð. Ég fæ bólur sem að verða svo sár. Núna er þetta farið að blossa upp á maganum og í kringum naflann. Er að breyta mataræðinu með að taka út sykur og finn smá mun. Ég er hætt að fara í gufu eftir ræktina, þurrka á mér hárið með hárþurrku og fl. En mig langar að fá ráðleggingar varðandi bætiefni eða annað sem að gæti hjálpað. Hef líka verið að hugsa hvort að ég sé með Candida og hvað er þá til bragðs að taka?

Takk fyrir hjálpina.

Kveðja L.

Sæl Inga.

Ég stunda ræktina og borða frekar hollt. Ég hef verið að fá mikinn bjúg og mikla uppþembu.

Maginn verður alveg útþaninn. Einnig hef ég haft meltingarvandamál.

Ég borða reyndar frekar óreglulega.

Ég er líka byrjuð ég að fá nábít, að ég held.

Ég hef tekið eftir að ég fæ þessi einkenni ef ég fæ mér chia fræ, gróft brauð og þegar ég tek inn töflur. Þetta er rosalega óþægilegt sérstaklega þegar ég fer í ræktina því mér verður svo óglatt.

Með fyrir fram þökk, B

Góð reynsla er komin af neyslu astaxanthins. Eitt af því sem hvað oftast kemur fram er hversu magnað það er fyrir húðina og hvernig það verndar okkur gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar.

Hvað eru Ilmkjarnaolíur?
Ilmkjarnaolíur eru sterkar olíur sem oftast nær eru búnar til með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu plantna. Þær eru 75-100 sinnum sterkari en te.

Aðeins 28 kaloríur í einni köku. Þessar eru til í Heilsuhúsinu.