PRÓTEIN - Byggingarefni alls lífs!

08 Apr 2015

Allar okkar frumur innihalda prótein og prótein hefur áhrif á allar lifandi frumur.


Við þurfum prótein sem hluta af mataræði okkar til að líkaminn geti lagfært frumur sínar og búið til nýjar. Prótein eru líka mikilvæg fyrir vöxt og þroska barna og unglinga. Hlutverk próteina í líkamanum er margþætt. Það er mikilvægt fyrir hormónin, það er hluti af ónæmiskerfinu og virkur þáttur í meltingarkerfinu en þá sem ensím. Það er mikilvægt varðandi flutning efna inn og út úr frumum og prótein eru einnig nýtt sem orkugjafi. Þeir sem hreyfa sig reglulega eða lyfta lóðum þurfa því meira prótein en aðrir.

Ekki er æskilegt að hugsa aðeins um magn próteina sem við neytum heldur er afar nauðsynlegt að hafa heildina í huga s.s. samsetningu og gæði próteinanna.

Próteinneysla getur haft jákvæð áhrif á líkamann: 

Vöðvar 
Hæfileg próTeinneysla hefur yfirleitt jákvæð áhrif á vöðvamassa og í megrun getur prótein haft lykiláhrif til að koma í veg fyrir tap á vöðvamassa.

Brennsla 
Rannsóknir sýna að prótein getur aukið brennslu meira en hin aðalnæringarefnin.

Mettun 
Prótein er mjög mettandi og getur því valdið lækkaðri heildarhitaeininganeyslu.