Allir vita að vörur sem við kaupum út í búð eru af misjöfnum gæðum. Það er hægt að fá hágæða matvöru og líka algjört rusl. Rosalega góða hlaupaskó og líka ótrúlega lélega. Mjög góða bíla og líka algjörar blikkdósir. Meira að segja góðan og glataðan klósettpappír!
Þessi gæðamunur er viðurkennd staðreynd sem allir sætta sig við. Oftast er það líka þannig að lélegri varan kostar minna en gæðavaran. Flestir reikna með því.
Nú hafa borist erlendar fréttir af bætiefnum sem reyndust verulega léleg að gæðum og innihalda nánast ekki nein almennilega virk efni. Þessi bætiefni koma frá framleiðendum sem hafa það að takmarki að framleiða mjög ódýra vöru til að selja í miklu magni. Hverjum dettur í hug að svona vara sé af góðum gæðum? Væri hægt að ætlast til þess að ódýr japanskur bíll væri af sömu gæðum og háklassa Jagúar eða Bens?
Það sem ég er að reyna að segja er að í heimi bætiefnanna fær viðskiptavinurinn oftast nákvæmlega það sem hann borgar fyrir. Ekki alltaf en ansi oft. Ef keypt er ódýr vara, steyptar pillur, stútfullar af fylli og aukaefnum, þá situr fólk mjög líklega uppi með lélega vöru með litla virkni.
Í Heilsuhúsinu er vandað til verka. Þar eru eingöngu seldar valdar vörur sem hafa farið í gegnum eftirlit, margar með GMP vottun og eru þekktar fyrir að vera hágæða vörur frá virtum framleiðendum. Við erum mjög vandlát og viljum að fólk gangi að gæðunum vísum hjá okkur.
Í Heilsuhúsinu færð þú meðal annars margverðlaunaðar bætiefnalínur eins og Terranova, Higher Nature og Solaray sem allar hafa gæðavottanir í bak og fyrir og öflugar rannsóknir og vísindi á bak við sig, ásamt mörgum öðrum.
Vertu vandlát/ur þegar þú velur þér bætiefni.