Rice Krispies kökur - hollari útgáfan

23 Jun 2017

Rice Krispies bitar sem eru ofureinfaldir í gerð og ótrúlega góðir. Ég á í raun erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa þessu sælgæti. Hvet alla bara til að prufa sjálf, smakka og njóta með góðri samvisku.


Uppskriftin er passleg í 20 form

60 gr. poppað kínóa
35 gr. lífrænt kakó
6 msk. hlynsýróp
5 msk. kókosolía
2 msk. hnetusmjör
lítil kökuform

Aðferð:
Setjið allt í pott nema kínóa. Bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum, bætið poppuðu kínóa saman við og hrærið vel þannig að súkkulaðiblandan þeki allt kínóað. Setjið í lítil form og kælið í 20 mínútur. Þessa uppskrift má líka nota til að gera t.d kökubotn, þá er blandan sett í kökumót eða fat, svo er hægt að þekja hana með banasneiðum, þeyttum rjóma og karamellusósu.