Kókos pönnukökur/lummur

18 Jul 2017

Uppskrift að átta girnilegum pönnukökum eða lummum.

Innihaldsefni:

 • 30 gr. Biona lífrænt kókoshveiti
 • 1/8 matarsódi
 • Salt á hnífsoddi
 • 60 ml. Biona lífræn kókosmjólk
 • 2 msk. Biona lífræn virgin kókosolía
 • 3 egg
 • 1-2 msk. hunang
 • 1/2 vanilluekstrakt / vanilludropar

Aðferð:

 1. Eggjum, kókosolíu og hunangi er hrært saman.
 2. Kókosmjólkinni og vanilludropunum er bætt við blönduna.
 3. Kókoshveitinu, matarsódanum og salti er að lokum blandað saman við.
 4. Pannan er smurð með feiti og pönnukökurmar/lummurnar steiktar.

Gott er að bera pönnukökurnar fram með bláberjum og kókosflögum.