Kjúklinga-,brokkolí-og hnetunúðlur

01 Aug 2017

Einfaldur, fljótlegur og góður núðluréttur með kjúklingi, grænmeti og hnetusmjöri.

Innihaldsefni:

2 msk. grænmetisolía
200 gr. brokkolí
1/2 rauð paprika
1/2 gul paprika
1/2 kúrbítur
3 vorlaukar
200 gr. eldaður kjúklingur
1 teskeið kramin engifer
1 teskeið kramin hvítlaukur
2 matskeiðar Whole Earth smooth hnetusmjör
2 matskeiðar sojasósa
250 gr. eggjanúlur

Aðferð:

  1. Olían er hituð á stórri pönnu eða wokpönnu
  2. Brokkolí, paprika, kúrbítur og vorlaukur eru steikt á háum hita í sirka þrjár mínútur eða þangað til mjúkt.
  3. Eldaðu kjúklingurinn er skorinn gróflega niður og bætt á pönnuna ásamt engiferi og hvítlauk og blandan steikt áfram í tvær mínútur.
  4. Hnetusmjörinu og sojasósunni er blandað saman í skál og hellt yfir blönduna á pönnunni og hrært vel saman við.
  5. Núðlurnar eru eldaðar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og blandað saman við hráefnið á pönnunni.

Njótið!