Matcha bananabrauð/kaka glútenlaust

13 Oct 2017

Gómsæt og girnilegt bananbrauð sem er líka hægt að bera fram sem köku.

 
Brauð
 • 2 litlir bananar 
 • 4 kúfaðar msk hunang
 • 1 egg
 • 3 msk kókosolía
 • 1 1/3 bolli hýðishrísgrjónamjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/3 tsk matarsódi
 • 1 tsk vanilluduft
 • smá salt
 • 1 tsk Bloom Matcha duft
Krem
 • 3 msk kókosrjómi
 • 1/2 tsk Bloom Matcha duft
 • 2 msk hunang eða hlynsýróp
 • 1/2 bolli kasjúhnetur
Aðferð
 1. Hitið ofninn í 180°c og finnið til form undir brauðið. 
 2. Setjið banana, hunang og kókosolíu í matvinnsluvél og blandið vel. 
 3. Bætið egginu í og hrærið áfram.
 4. Næst fara þurrefnin samanvið og blandið vel saman þar til orðið að mjúku deigi.
 5. Skellið blöndunni í formið og bakið við 180°c í 35-40 mínútur. Stingið í með prjóni til að kanna hvort sé örugglega bakað í gegn.
 6. Kælið brauðið vel
 7. Á meðan brauðið kólnar er upplagt að laga kremið. Blandið í matvinnsluvél kókosrjóma, kasjúhnetum, hunangi og Bloom Matcha, þar til orðið að mjúku kremi.
 8. Þegar brauðið er orðið alveg kalt hellið þá kreminu yfir og skreytið að vild.