Bananaþeytingur með möndlumjólk

20 Aug 2018

Þessi þeytingur er mjög einfaldur. Þú setur allt hráefni í blandara (eða Nutribullet) og þeytingurinn er tilbúin að nokkrum sekúndum!

Innihaldsefni:

  • 500 ml. Rude Health möndludrykkur
  • 2 skeiðar möndlusmjör
  • 4 skeiðar hafrar
  • 2 bananar
  • 1 teskeið kanill
  • Hunang til að bragðbæta með
  • 2/3 ísmolar

Aðferð:
Settu 400 ml. af möndludrykknum í blandara. Skerðu bananana í bita og bættu þeim við. Settu haframjölið og möndlusmjörið saman við og að lokum ísmolana, kanilinn og hunang (að smekk). Þeyttu þessu öllum saman í blandaranum og njóttu!

P.s það má líka strá kakónibbum yfir drykkinn