Próteinríkur "Pina-Colada" þeytingur

28 Aug 2018

Frískandi og seðjandi þeytingur sem er afar einfaldur. Frábær sem morgunmatur eða eftir æfingar. Má líka hella í íspinnaform og eiga í frystinum þegar þig langar í ís.

Innihald:
  • 100 gr ferskur ananas
  • 20 gr Pulsin vanillu whey prótein (notið pea prótein,  vanilluduft og smá stevíu eða hlynsíróp ef þið viljið hafa hann vegan)
  • 150 ml kókosmjólk
  • 100 ml ananassafi (eða eplasafi)
  • 1/2 stk frosinn banani
  • 3-4 stk ísmolar
  • handfylli af spínati (má sleppa)
Aðferð:
Skellið öllu í blandara og blandið þar til silkimjúkt.
 
Njótið!
 
Uppskriftirnar að Pina Colada þeytingnum, próteinvöfflunum og próteinstykkjunum koma frá peachypalate.com. Þar er að finna fjölda heilsusamlegra og ljúffengra uppskrifta.