Sódavatnsdrykkur með lime og ristuðum kókosflögum

30 Jan 2019

Einfaldur, hollur, bragðgóður og frískandi drykkur!

Innihaldsefni:

  • 130 g. ísmolar
  • 125 Biona lífræn kókosmjólk
  • Safi úr einni lime
  • 30 gr. Biona lífrænt Agave síróp
  • 425 ml. sódavatn
  • 2 matskeiðar (eða meira!) ristaðar kókosflögur
  • Limebörkur til skreytingar

Aðferð:

Ísmolar, kókosmjólk, limesafi og Agave síróp er sett í kokteilblandara og hrist vel saman. Vökvinn er svo settur í tvö glös og meira ís bætt við eftir smekk. Glösin eru síðan fyllt með sódavatni. Að lokum er ristuðu kókosflögurnar og limebörkurinn sett ofan á drykkinn. Njótið!

Heimild: www.biona.co.uk