Hrökkbrauð með tahini, döðlum og pistasíuhnetum

03 Sep 2021

Ótrúlega girnileg og öðruvísi samsetning á knasandi hrökkbrauðið frá Amisa.

Hráefni:

  • Tahini frá Biona
  • Döðlusíróp frá Biona eða Demeter
  • Pistasíuhnetur, hakkaðar
  • Rice & Corn hrökkbrauð frá Amisa

Aðferð:
Smurðu vel af tahini á hrökkbrauðið. Kreistu döðlusírópið yfir brauðið í doppum ofan á tahini-ið og taktu síðan tannstöngul og dragðu hann í gegnum doppurnar til að mynda hjarta. Stráðu að lokum hökkuðum pistasíuhnetum yfir hrökkbrauðið.