Á vegan mataræði þarf að huga að því að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast sem annars fást úr matvælum sem gerð eru úr dýraafurðum. Að miklu leyti er hægt að finna þessi næringarefni í matvælum án dýraafurða en það er mikilvægt að hafa í huga hvaða næringarefni þetta eru svo hægt sé að fylgjast með stöðu þeirra í líkamanum og jafnvel taka inn bætiefni til þess að styrkja sig.
Að jafnaði er talað um 7 bætiefni sem gott er að hafa í huga á vegan mataræði. Þau eru B12, Járn, D-vítamín, Omega 3 fitusýrur, Joð, Kalk og Sínk en það getur verið gott að sjá stöðuna á þessum næringarefnum í líkamanum með því að fara í blóðprufu ásamt því kynna sér einkenni skorts á þessum næringarefnum.
- B12 er nauðsynlegt fyrir t.d. taugakerfið og súrefnismagn í blóðinu og getur skortur á því þar af leiðandi orsakað þreytu. Við mælum með B12 Complex frá Terranova og B12 Active Melts munnsogstöflum frá KAL.
- Járn finnst náttúrulega í ýmsu kjöti og getur því verið gott fyrir þá sem eru á vegan mataræði að taka inn járn í formi bætiefna en skortur á járni getur komið fram í þreytu og orkuleysi. Járn úr dýraafurðum kallast “heme” járn og það sem finnst í jurtaríkinu kallast “non-heme” járn, þar sem við nýtum “heme” járn gjarnan betur þá þarf að taka meira af “non-heme” járni til þess að viðhalda góðu járnmagni í líkamanum. Við mælum með Iron complex frá Terranova, járnblöndu í fljótandi formi frá Floradix og Spatone járnblöndunni.
- D-vítamín skiptir máli fyrir taugakerfið, ónæmiskerfið, skapið og nýtingu á kalki svo dæmi séu nefnd. Við mælum með D-vítamín complex frá Terranova og D-vítamín töflum frá VegLife.
- Omega-3 fitusýrur sem innihalda EPA og DHA koma að mestu leyti úr dýraafurðum en þær eru mikilvægar fyrir t.d. heilann og augun. Inntaka á Alpha Linoleic Acid (ALA) sem finnst t.d. í hörfræjum og hampfræjum getur aukið EPA og DHA búskap líkamans og getur því verið gott að taka inn hörfræja- eða hampfræjaolíu á vegan mataræði. Við mælum með Omega 3-6-7-9 blöndunni frá Terranova, Hörfræjaolíu frá Bio Zentrale eða Rapunzel og Hampfræjaolíu frá Biona.
- Joð er steinefni sem styður við skjaldkirtilinn og finnst að miklu leyti í sjávarafurðum en á vegan mataræði getur verið gott að taka inn joð í bætiefna formi eða neyta þara. Við mælum með þarahylkjum eða þaradufti frá Algarum.
- Kalk er nauðsynlegt fyrir bein, tennur, virkni taugaboða, vöðva og styður við heilbrigði hjartans. Við mælum með Calcium Magnesium complex frá Terranonva og Cal-Mag 1:1 með viðbættu D-vítamíni frá Solaray
- Sínk er steinefni sem er nauðsynlegt fyrir niðurbrot á fæðu, ónæmiskerfið og frumur líkamans ásamt því að styrkja neglur og hár. Við mælum með Zinc complex frá Terranova og Zinc Citrate frá Solaray.
Höfundur: Alma Katrín Einarsdóttir, starfsmaður Heilsuhússins í Lágmúla