Þegar hnetusmjör hittir banana gerast einhverjir töfrar. Þetta tvennt bragðast dásamlega vel saman. Einn uppáhaldsréttur Elvis Presley var samloka steikt á pönnu með smjöri með hnetusmjöri og banönum inni á milli. Hér er hollari valkostur sem er ekki síður bragðgóður. Þeytingur sem færir manni vellíðan inn í daginn.
Uppskrift fyrir tvo eða einn stór skammtur
Einn eða einn og hálfur banani, má gjarnan vera lífrænn (Ef þú átt mikið af vel þroskuðum banönum þá er sniðugt að taka utan af þeim hýðið, skella þeim í poka og geyma í frysti, þá er hægt að nota þá í þeytinga sem verða kaldari þú spornar gegn matarsóun.)
Setjið allt í blandara og blandið vel saman þar til áferðin er orðin mjúk og rjómakennd og njótið vel!
Þeir sem vilja hafa þeytinginn þykkan, geta bætt einum fjórða eða hálfu avókadó við uppskriftina. Gott er einnig að bæta spirulinu útí með avókadó til að búa til grænan orkugefandi þeyting)
(Önnur góð útgáfa af þessum þeyting er að sleppa súkkulaðistevíu og setja þess í stað kanil og cayenne pipar, gott við hálsbólgu, flensu og hæsi)