Falafel með sítrónu tahini jógúrtsósu

05 Sep 2016

Hollur, góður og einfaldur í framkvæmd. 

Falafel fyrir 4

 • 1 bolli  (250 ml) kjúklingabaunir (leggja í bleyti kvöldið áður)
 • 1 stk.  laukur
 • 1 tsk  túrmerik
 • 1 tsk  paprika frá Sonnentor
 • 1/2 tsk  kardimommur
 • 1/2 tsk  múskat
 • 1/2 tsk  kanill frá Sonnentor
 • 2 hvítlauksrif
 • 1/4 bolli  steinselja
 • 1 tsk  Maldon salt
 • 1/2 tsk  Maldon pipar
 • 1 tsk  cumin
 • 1 tsk  kóríander
 • 1 tsk  matarsódi
 • 1/4 bolli  vatn
 • 1 dl olía

Sítrónu-tahini jógúrtsósa

 • 1 dl  grísk jógúrt
 • 1/2 tsk  Maldon salt
 • 2 tsk  tahini frá Sunita
 • 2 tsk  sítrónusafi

Aðferð:

 1. Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti yfir nótt í þreföldu magni af vatni. Hitið ofninn í 200°. Skolið baunirnar vel og látið leka af í sigti. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og látið ganga í 1-2 mín, skafið niður hliðarnar.
 2. Mótið kúlur með ískúluskeið og þjappið vel, raðið á bakka. Hitið 1 dl af oliu á pönnu og steikið buffin í 1/2 - 1 mín á hvorri hlið og setjið í eldfast mót og í inn í ofn í u.þ.b. 10 mín.
 3. Hrærið saman gríska jógúrtinu með tahini, salti og sítrónusafa. Gott að bera fram með salati.

Njótið!