Hver biti er svo klístraður og súkkulaðilegur, það er ótrúlegt að hugsa til þess að hún sé búin til úr einungis ferns konar hráefni. Karamellan er geymd í frysti svo að þið getið gert stóra skammta af henni í einu til að eiga alltaf eitthvað dásamlega hollt til að njóta hvenær sem er.
Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.
Uppskrift, 20 mjúkir karamellubitar
2 stórir bollar Medjool döðlur (400 g), steinlausar
10 msk möndlusmjör
4 msk kókosolía
3 msk hrátt kakóduft
Aðferð:
Gott ráð: Prófið að bæta hnetubitum og rúsínum við uppskriftina til að breyta áferðinni og gera karamelluna grófari.
Ómótstæðileg Ella, konan á bakvið bókina.
Ella Mills er ein skærasta stjarnan í matreiðsluheiminum í Bretlandi. Þegar hún veiktist skyndilega af stöðubundinni hjartsláttartruflun (POTS) ákvað hún að breyta mataræðinu og fór að neyta jurtafæðu eingöngu. Tveimur árum síðar var hún laus við öll einkenni sjúkdómsins. Í dag er Ella metsöluhöfundur og heilsugúrú, auk þess sem hún framleiðir vörur undir eigin nafni og rekur vinsæla veitingastaði í London. Ómótstæðileg Ella hefur komið út í 20 löndum og geymir dásamlega ljúffenga og einfalda rétti sem stuðla að góðri orku og glöðu geði.
Uppskriftirnar eru allar vegan, glúten- og mjólkurlausar.
Bókin fæst í Heilsuhúsinu og á heilsuhusid.is.