Koladjús!

19 Jan 2017

Flestir eru vanir grænum djús – því ekki að prófa svartan? Hreinsandi og hressandi blanda.

Innihald:

½ l vatn
1 lífræn sítróna
1-2 msk hlynsýróp (maple syrup)
¼-1/2 tsk Solaray Activated Charcoal koladuft (ekki nota meira en það, meira er ekki betra í þessu tilfelli)
Smá himalayasalt
Slatti af ferskum kryddjurtum. Prófið myntu, basilíku, blóðberg eða rósmarín (má sleppa)

Aðferð:

  • Kreistið sítrónu út í vatnið og bætið í salti og hlynsýrópi. 
  • Hrærið í þar til vel blandað. 
  • Hellið 2/3 af blöndunni í krukku eða stórt glas. 
  • Setjið koladuftið í restina af vökvanum og hrærið þar til alveg blandað og upp leyst. 
  • Blandið svo öllum vökvanum saman.
  • Bætið í jurtum að vild.

Njótið!