Þrjár uppskriftir að girnilegum og öðruvísi þeytingum

08 Sep 2017

Það eru ótal leiðir til að setja saman spennandi þeyting. Í bókinni Allskonar þeytingar fyrir alla er að finna uppskriftir að um 60.000 þeytingum! Í bókinni er blaðsíðum er skipt í þrennt: grunn, vökva og ábæti, og þú raðar svo saman að eigin ósk. Þú flettir saman þeirri samsetningu sem þú kýst og fylgir leiðbeiningum. Hér að neðan eru þrjár girnilegar samsetningar sem auðvelt er að útbúa.

1. Þeytingur með múslí, banana, haframjöli og mjólk

 • 240 ml. mjólk (nýmjólk, léttmjólk, möndlu-, soja-, kasjú-, kókos- eða hrísmjólk
 • 1/2 bolli Ísmolar
 • 1 litill banani
 • 45 gr. haframjöl
 • 1 msk. hunang
 • 3 msk. múslí eða granóla

Aðferð: Hellið mjólkinni í blandarann ásamt ísmolunum ásamt banana, haframjöli og hunangi. Dreifðu að lokum granóla yfir þeytinginn og njóttu!


2. Þeytingur með marens, hindberjum, kakó og jógúrti

 • 240 ml. hrein jógúrt
 • 1/2 bolli ísmolar
 • 2 msk kakó
 • 130 gr. hindber (eða ber að eigin vali)
 • 2-3 litlar marenskökur

Aðferð: Setjið jógúrtina og ísmolana í blandarann ásamt kakói, hindberjum og lokið vel. Blandið rólega í fyrstu en aukið svo hraðann. Þeytið í 30 sekúndur eða þangað til blandan er orðin jöfn. Hellið í ílát að eigin vali. Myljið marenskökurnar og deifið yfir þeytinginn. Njótið!


3. Þeytingur með makadamínuhnetum, límónum, nektarínum, höfrum, rúsínum og appelsínusafa

 • 360 ml. appelsínusafi
 • 1 msk. birkifræ
 • 2 litlar nektarínur (skornar í 2,5 cm. bita)
 • 45 gr. haframjöl
 • 2 msk. rúsínur
 • 10-12 makadamíuhnetur (saxaðar gróft)
 • ​1 tsk. rifinn börkur af límónu

Aðferð: Hellið appelsínusafanum í blandarann ásamt fræjunum og öðrum hráefnum. Blandið rólega í fyrstu en aukið svo hraðann. Þeytið í 10-20 sekúndur eða þar til blandan er orðin jöfn. Hellið í ílát að eigin vali.