Hafraskál með berjum

11 Oct 2017

Góður hafragrautur með bláberjum, tei og hindberjum.

 
4 skammtar. Tekur 10 mínútur (+ að liggja í bleyti yfir nótt)
 
Innihald
  • 130 gr haframjöl
  • 200 ml heitt vatn
  • 4 pokar af YOGI womens balance tei
  • 1 banani
  • 160 gr bláber
  • 160 gr hindber
  • 4 steinlausar döðlur
Aðferð
  1. Sjóðið vatnið og látið tepokana liggja í því í 7 mínútur
  2. Maukið saman banana og te með töfrasprota eða í blandara
  3. Saxið döðlur og blandið saman við banana og teblönduna
  4. Skiptið höfrum í 4 krukkur*
  5. Skiptið banana og teblöndunni jafnt á milli í krukkurnar og hrærið saman
  6. Setjið að lokum berin efst, lokið krukkunum og látið bíða í ísskáp yfir nótt
  7. Takið út 15 mínútum áður en grauturinn skal borinn fram 
  8. Gott að setja smá ferska myntu útá og jurtamjólk ef þú vil þynna grautinn meira
 
*Líka hægt að setja allt í eina skál og skammta svo beint úr henni