Spelt tagliatelle með lárperupestó

12 Oct 2017
 
Innihald:
 • 375 gr Biona lífrænt spelt tagliatelle
 • 75 gr ferskt basil
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 2 msk ristaðar valhnetur
 • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
 • 3 msk sítrónusafi
 • 2 lárperur
 • 100 gr klettasalat
 • 2 msk Biona lífræn ólífuolía
 • 250 gr kirsuberjatómatar
Til að bera fram:
 • 1 lárpera
 • Svartur pipar
Aðferð:
 1. Sjóðið pasta skv. Leiðbeiningum á pakka. Sigtið en takið frá ¼ bolla af vatninu
 2. Setjið basil, hvítlauk, valhnetur, sítrónubörk og safa í matvinnsluvél eða blandara og blandið vel
 3. Bætið 1 lárperu, ólífuolíu og 2 msk af pastavatninu út í og vinnið þangað til allt hefur blandast vel saman. 
 4. Smakkið til með salti og pipar
 5. Skerið tómatana í tvennt
 6. Blandið saman pasta, pestó klettakáli og tómötum í stóra skál.
 7. Skreytið með skorinni lárperu og myljið svartan pipar yfir.