Lífrænt döðlugott

16 Oct 2017

Döðlugott sem slær alltaf í gegn.

 
Hráefni
 • 250 g Rapunzel döðlur
 • 50 g Rapunzel kókosolía
 • 3 msk Rapunzel döðlusíróp
 • 50 g Rapunzel kókosmjöl
 • 25 g Rapunzel kínóapúff
 • 50 g Rapunzel hnetublanda 
 • 100 g Rapunzel 85% súkkulaði
Aðferð
 1. Skerið döðlur í litla bita og setjið í pott ásamt kókosolíu og döðlusírópi. Sjóðið  í 2-3 mínútur á meðan þið hrærið þessu vel saman. 
 2. Bætið kókosmjöli, kínóapúffi og hökkuðum hnetum vel saman við.
 3. Setjið blönduna í smjörpappírsklætt form og þjappið vel niður. Kælið.
 4. Bræðið súkkulaði og hellið yfir döðlubotninn. Kælið aftur og skerið í litla bita.
 5. Best að geyma í kæli.