Matcha & Kakó orkuboltar

16 Oct 2017

Þessar dásamlegu orkubolta tekur enga stund að skella í!

 
Hráefni
  • 150 gr steinlausar döðlur
  • 100 gr brasilíuhnetur
  • 1 msk kókosolía 
  • 2 msk kakóduft
  • 1 msk spírulínuduft
  • 1/2 tsk BLOOM Matcha
  • 1 bolli kókosmjöl
Aðferð
  1. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvél, utan kókosmjölið og hrærið vel saman. Gott að nota „pulse“
  2. Búið til litlar kúlur úr deiginu.
  3. Rúllið kúlunum upp úr kókosmjölinu og kælið í allavega 15 mínútur áður en þið njótið. Geymist í uþb viku í kæli og lengur í frysti
2 fyrir 1

Rapunzel kakóduft 250 gr.

1.137 kr