Vatnsdeigsbollur úr spelti með bræddu súkkulaði

08 Feb 2018

Vatnsdeigsbollur úr spelti með bræddu 70% lífrænu súkkulaði er hollur kostur! Vatnsdeigsbollur úr spelti eru ekki síðri en þær hefðbundnu, jafnvel betri segja sumir.

  • 2 dl. vatn
  • 1 ½ msk extra virgin ólífuolía eða bragðlaus kókosolía
  • 100 gr. fínt (sigtað) spelt
  • 2 stór egg (3 lítil)

Aðferð:

  • Sjóðið saman í potti vatn og olíu.
  • Takið pottinn af hitanum og hrærið speltinu út í (hrærið kröftuglega).
  • Setjið pottinn aftur yfir hitann og hrærið deigið saman þar til það hefur fengið mjúka áferð.
  • Kælið pottinn með deiginu í (t.d. í vatnsbaði).
  • Hrærið eggin saman og bætið þeim smám saman út í kalt deigið og hrærið á meðan með handþeytara.
  • Hrærið deigið vel eftir að eggjunum hefur verið bætt útí.
  • Hitið ofninn í 200°.
  • Setjið bökunarpappír á plötu, búið til ca 9 bollur úr deiginu og bakið í miðjum ofni.
  • Opnið ekki ofnhurðina fyrstu 20 mín.

Bakist í 30 mínútur í ofni við 200°gráður.

Fyllið með góðri berjasultu, rjóma og bræðið t.d lífrænt 70% Vivani súkklaði ofan á. Njótið. 

2 fyrir 1

Doves spelthveiti 1 kg.

849 kr