Sítrónu- og mangó chiabúðingur

26 Apr 2018

Einfaldur en öðruvísi chiafræbúðingur með sítrónu og kasjúhnetum.

Uppskrift fyrir 2-4

Innihaldsefni:

 • 225 ml. Ecomil almond milk sugar-free
 • 50 gr. kasjúhnetur
 • 1 teskeið rifinn sítrónubörkur
 • 2 matskeiðar ferskur sítrónusafi
 • 2 matskeiðar agave necar
 • Örlítið salt
 • 3 matskeiðar chiafræ
 • 1 mangó (fyrir skraut)

Aðferð

 1. Settu öll innihaldsefnin fyrir utan chiafræing og mangóið í blandara Blandaðu á miklum hraða þangað til blandan er komin með mjúka áferð. Bragðaðu og bættu við meiri sítrónusafa ef þörf er á.
 2. Hræðu chifafræunum varlega saman við blönduna.
 3. Helltu blöndunni í glas/skál með loki og láttu standa yfir nótt í ísskáp, eða að minnsta kosti í tvo tíma.
 4. Skerðu mangóið í litla bita og skreyttu búðinginn með því ásamt "dassi" af grófum kókosflögum

Heimild. www.ecomil.com