Flöffí vegan próteinvöfflur með hnetusmjöri

05 Sep 2018

Þessar eru dásamlegar! Stökkar að utan, mjúkar að innan og stútfullar af orku og næringu. Það má leika sér með álegg en þær virka jafn vel sem morgunmatur, bröns og eftirréttur. Ef þú átt ekki vöfflujárn er vel hægt að steikja þær sem pönnukökur. Þetta er lítil uppskrift, eiginlega bara fyrir einn svo þú getur margfaldað hana með fjölda þeirra munna sem þú ætlar að fæða.

Innihald:
 • 70 gr hafrahveiti (malið haframjöl frá Sólgæti í blandara eða matvinnsluvél þar til áferðin er eins og gróft hveiti).
 • 1 tsk lyftiduft frá Dove’s fram
 • 1/2 tsk eplaedik frá Biona
 • 1/2 tsk vanillu extrakt eða vanilluduft frá Sonnentor
 • 10 gr kókospálmasykur
 • 15 gr Pulsin pea próteinduft  (hreint eða súkkulaði ef þú vilt súkkulaðivöfflur)
 • 150 ml ósæt plöntumjólk að eigin vali, 
 • t.d. möndlumjólk
 • 5 gr möluð hörfræ frá Bio Zentrale
 • 30 gr fínt hnetusmjör  frá Whole Earth
 
Aðferð:
 1. Pískið allt saman í skál eða vinnið í blandara. 
 2. Hitið vöfflujárnið og penslið með olíu. 
 3. Setjið deigið í vöfflujárnið og bakið í 5-10 mínútur. 
 4. Toppið með hverju sem hugurinn girnist, t.d. vegan eða grískri jógúrt, hlynsírópi, berjum og möndlusmjöri.