Hrískökur með grilluðum geitaosti

27 Jul 2017

Þessar hrískökur smakkast dásamlega með geitaosti, papriku, olíu og salti og pipar.

Innihaldsefni:

  • Kallo hrískökur
  • 2 stórar rauðar paprikur
  • 2 stórar gular paprikur
  • 4 msk. extra virgin ólífuolía
  • 200 gr. geitaostur
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerðu paprikurnar í strimla og settu á ofnskúffu, dreifðu ólífuolíu yfir og grillaðu í um 20 mínútur.
  2. Skerðu geitaostinn í sneiðar og settu undir grill í 2-3 mínútur.
  3. Raðaðu paprikunni neðst á hrísköku og geitaostinn ofan á. Saltaðu og pipraðu og endaðu á að því að setja nokkra dropa af ólífuoliu á toppinn.

Njóttu!