Hunangs-og hnetusmjörs hafrastykki

31 Aug 2017

Einföld og girnileg hunangs-og hnetusmjörs hafrastykki.

Innihald:
  • 50 g Whole Earth mjúkt hnetusmjör 
  • 160 g lífrænt hunang
  • 100 g smjör 
  • 170 g hafrar
Aðferð:
Forhitið ofninn í 180°C og smyrjið form, eða notið smjörpappír. Setjið hunangið og smjörið í pott og hitið á lágum hita. Þegar bráðnað bætið höfrum og hnetusmjöri útí. Þegar allt blandað vel saman, hellið í formið. Bakið í 10-20 mín eða þar til gullbrúnt. Leyfið að kólna í forminu. Geggjuð orkustykki sem gott er að geyma.