Orkuskál með möndlusmjöri

20 Feb 2018

Þessi girnilega orkuskál með möndlusmjöri er tilvalin morgun- eða hádegismatur. Holl og góð orka!

  • 1 þroskaður banani
  • 2 vistvæn egg
  • 1/2 teskeið kókossykur
  • 1/4 græn epli niðursneidd
  • 1-2 matskeiðar möndlusmjör
  • 1-2  matskeiðar kókosflögur
  • 1 teskeið kanill
  • Kókosolía fyrir eldun

Aðferð:

  1. Skrældu og stappaðu bananann og hrærðu honum saman við eggið og kókossykur í lítilli skál.
  2. Hitaðu kókosolíu á pönnu á meðalhita. Bættu bananahrærunni á pönnuna og hrærðu í henni með viðarsleif.
  3. Þegar hræran er fullelduð, fjarlægðu hana þá af pönnunni og settu í skál. Toppaðu bananahræruna með epli, möndlusmjöri, kókosflögum og kanil.

Ef þú ert með sæta tönn þá er tilvalið að bæta agave sýrópi eða hunangi yfir í lokin.