UPPSKRIFTIR

Sigrún gaf Heilsuhúsinu leyfi til að birta nokkrar gómsætar uppskriftir úr nýrri og glæsilegri matreiðslubók sinni, Café Sigrún.

 

Sigrún gaf Heilsuhúsinu leyfi til að birta nokkrar gómsætar uppskriftir úr nýrri og glæsilegri matreiðslubók sinni, Café Sigrún.

Flauelsmjúkur og dásamlega bragðgóður og hollur. 

Þegar hnetusmjör hittir banana gerast einhverjir töfrar. Þetta tvennt bragðast dásamlega vel saman. Einn uppáhaldsréttur Elvis Presley var samloka steikt á pönnu með smjöri með hnetusmjöri og banönum inni á milli. Hér er hollari valkostur sem er ekki síður bragðgóður. Þeytingur sem færir manni vellíðan inn í daginn.

Hrá Chia fræ eru uppspretta af lífsnauðsynlegum fitusýrum, trefjum, próteini, vítamíni og steinefnum. Þau eru hlutlaus á bragðið og þenjast út í vatni. Mest næringargildi ef látin liggja í bleyti áður en þeirra er neytt.