llmkjarnaolíur hafa verið notaðar af mannkyninu í lækningaskyni langt aftur í aldir. Vitneskjan um hvernig þær eru notaðar hefur byggt á reynslu kynslóðanna en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á olíunum sýna að virkni þeirra hefur mikil áhrif á heilsufar og andlega líðan.
Notkun ilmkjarnaolíanna er lífstíll út af fyrir sig fyrir heimilið og margt fleira.
D vítamín er stundum kallað sólarvítamínið vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss.
Hreinlætislína fyrir dömur úr lífrænni og náttúrulegri bómull. Heilsuhúsið leitast sífellt við að bjóða viðskiptavinum sínum nýjar náttúrulegar vörur.
CONCENTRATION FREYÐITÖFLUR
GINSENG FYRIR KONUR
Nú er fáanlegt í Heilsuhúsinu Siberian Ginseng frá Lifeplan sem er algerlega sniðið að konum og gefur orku sem hentar kvenlíkamanum mjög vel.
Ginsengið vinnur gegn streitu og örvar hugann án þess að trufla svefn eða valda eirðarleysi. Siberian Ginseng hefur að auki hormónajafnandi áhrif og eykur hæfni kvenlíkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag.
Inga Kristjáns næringarþerapisti skrifar:
Hvað er góð heilsa ?
Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi.
Eins og ég skrifaði um í fyrsta pistlinum mínum, þá ákváðum ég og móðir mín að fara á glúten og gerlaust mataræði fyrir um 15 árum síðan. Mamma var mikill mígrenisjúklingur og ég var líka farin að fá slík köst, þannig að við tókum báðar upp breytt mataræði. Það reyndist mikið gæfuspor fyrir okkur báðar.
Smá munaður – mikið bragð.
Krydd hefur verið eftirsóttur lúxus munaður í gegnum aldirnar. En krydd er ekki bara krydd því mikill gæðamunur getur verið á kryddi. Afburða góð, lífrænt ræktuð krydd fást nú í ótrúlega miklu úrvali og í ýmsum ómótstæðilegum blöndum sem gera matinn svo miklu betri.
Ekki eyðileggja gott hráefni með lélegu kryddi – lífið er einfaldlega of stutt.
Borið hefur á því hérlendis að fólk hefur haft áhyggjur af kvikasilfursinnihaldi í sumum bóluefnum fyrir ungabörn, en það magn er smávægilegt miðað við kvikasilfursmagn frá öðrum mengunarvöldum í umhverfi manna, til dæmis í silfurfyllingum í tönnum. Umræðan um kvikasilfur í amalgamfyllingum virðist ekki hafa verið sérlega áberandi hér á landi, en öryggi þessara fyllinga er vægast sagt afar umdeilt.