Fróðleikur

Hér er smá heimaföndur. 

Prófaðu að gera þitt eigið tannkrem!

Eins og ég skrifaði um í fyrsta pistlinum mínum, þá ákváðum ég og móðir mín að fara á glúten og gerlaust mataræði fyrir um 15 árum síðan. Mamma var mikill mígrenisjúklingur og ég var líka farin að fá slík köst, þannig að við tókum báðar upp breytt mataræði. Það reyndist mikið gæfuspor fyrir okkur báðar.

Hvað eru Ilmkjarnaolíur?
Ilmkjarnaolíur eru sterkar olíur sem oftast nær eru búnar til með eimingu úr rótum, blöðum, blómum og trjákvoðu plantna. Þær eru 75-100 sinnum sterkari en te.

Aðeins 28 kaloríur í einni köku. Þessar eru til í Heilsuhúsinu.

Allir vita að vörur sem við kaupum út í búð eru af misjöfnum gæðum. Það er hægt að fá hágæða matvöru og líka algjört rusl. Rosalega góða hlaupaskó og líka ótrúlega lélega. Mjög góða bíla og líka algjörar blikkdósir. Meira að segja góðan og glataðan klósettpappír!

Allar okkar frumur innihalda prótein og prótein hefur áhrif á allar lifandi frumur.

Smá munaður – mikið bragð.

Krydd hefur verið eftirsóttur lúxus munaður í gegnum aldirnar. En krydd er ekki bara krydd því mikill gæðamunur getur verið á kryddi. Afburða góð, lífrænt ræktuð krydd fást nú í ótrúlega miklu úrvali og í ýmsum ómótstæðilegum blöndum sem gera matinn svo miklu betri.
 

Ekki eyðileggja gott hráefni með lélegu kryddi – lífið er einfaldlega of stutt.

 

Frábær tvenna sem getur bætt og styrkt hreinsun líffæranna.  Aquella er einstök blanda jurta, sem saman geta komið á góðu vökvajafnvægi og unnið gegn bjúg og bólgum.  Það má segja að Aquella núllstilli líkamann og blandan virkar einstaklega vel eftir tímabil þar sem mataræði og lífsstíll hafa kannski ekki verið eins og best verður á kosið. 

Indversku Kolin er hægt að nota til að farða augu, augnahár og augabrúnir.  Kolin eru 100% náttúruleg og innihalda engin kemísk efni.

Það er auðvelt að nota kolin sem Eyliner og gefur sterkan svip. 

Borið hefur á því hérlendis að fólk hefur haft áhyggjur af kvikasilfursinnihaldi í sumum bóluefnum fyrir ungabörn, en það magn er smávægilegt miðað við kvikasilfursmagn frá öðrum mengunarvöldum í umhverfi manna,  til dæmis í silfurfyllingum í tönnum. Umræðan um kvikasilfur í amalgamfyllingum virðist ekki hafa verið sérlega áberandi hér á landi, en öryggi þessara fyllinga er vægast sagt afar umdeilt. 

Ég var 12 ára þegar ég fékk mitt fyrsta mígreniskast. Það fylgdi í kjölfarið af fyrstu blæðingunum. Ég átti von á þessu enda bæði mamma og eldri systir mín mígrenissjúklingar og byrjuðu að fá  mígrenisköst á þessum aldri. 

Sú þekktasta kemur frá Kóreu og gefur mikinn kraft og orku. Kóreu ginseng er þó fyrst og fremst frábært fyrir karlmenn. Konur eiga það til að þola það illa og upplifa svefnleysi, eyrðarleysi og fleiri einkenni.

Fram kemur á netmiðlinum www.hringbraut.is að ein mikilvægasta fæðutegundin eru trefjar sem eru þeir plöntuhlutar sem finnast einkum og sér í lagi í ystu lögum róta, fræja og ávaxta. Í næringarfræðinni eru trefjar taldar með kolvetnum og sagðar gríðarlega mikilvægar fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi, einkanlega þarmaflóruna og alla meltingarstarfsemi.

Hampfræ og afurðir úr þeim hafa farið sem eldur í sinu um heilsuheiminn að undanförnu. Rétt er að taka fram að þó svo að hampfræið komi af plöntu sem er sömu ættar og kannabisplantan, inniheldur hampfræið ekki hið virka THC efni kannabisplöntunnar og er því án allrar vímuvirkni. Hins vegar er hampfræ, ásamt afurðum úr þeim svo sem hampolía og fleira, með einstaka heilsufarslega eiginleika sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Chlorella er grænþörungur sem vex í ferskvatni og er óhemju vítamín og steinefnaríkur. Þörungurinn inniheldur til dæmis mikið af B12 vítamíni, en það er einmitt nokkuð algengt að líkamann vanti þetta nauðsynlega vítamín.

Fjölmargar tegundir eru til að baunum og linsubaunum.  Gott er að vita hvernig á að meðhöndla baunirnar og sumar þarf að leggja í bleyti nokkrum klukkustundum áður en þær eru soðnar.  Í hvaða rétti getum við notað ýmsar tegundir bauna? Hér eru góðar upplýsingar um meðhöndlun bauna.  

Astaxanthin & Blackcurrant frá Higher Nature er líklegast öflugasta náttúrulega andoxunarefnið sem uppgötvað hefur verið. Þegar vísindamenn komust á snoðir um virkni þess áttuðu þeir sig á því að um einstakt efni var að ræða. Astaxanthin er það efni sem gefur laxi, rækjum og flamingóum þennan djúpa fallega bleika lit og laxi að auki stökkkraftinn. Rannsóknir á mönnum hafa sýnt að Astaxanthin skerpir sjónina, eykur frjósemi, eflir ónæmiskerfið og styrkir hjarta- og æðakerfið, eflir meltinguna, eykur vöðvaþol og dregur úr sýnilegri öldrun húðar. 

 - er ljúffengt, heilsueflandi, lífrænt, ofurfæðis súkkulaði.
Klára litla súkkulaðið er búið til úr sjaldgæfum eiturefnalausum Criollo baunum frá Perú, sætan kemur úr kókósblóma sem gerir súkkulaðið ljúffengara.

Mikið úrval er til af heilnæmum og ljúffengum matarolíum. En hvenær á að nota hvaða olíu? Hér eru nokkrar einfaldar upplýsingar sem geta komið að gagni.