Fróðleikur

Magnesíum Oil Sport roll-on með piparmyntu og arnicu

Nú er komin ný og frábær magnesíum blanda frá Solaray sem inniheldur magnesíum, piparmyntu, eucalyptus og arnicu.

Baobab er ljúffengur, sítruskenndur ávöxtur sem vex villtur á sléttum Afríku, en ávöxurinn vex á tré sem er iðulega kallað „Tré lífsins“. Baobab er eini ávöxturinn í heiminum sem þornar upp á grein trésins og framleiðir því 100% náttúrulega og lífræna ofurfæðu í formi dufts. Baobab duftið er alveg hrátt, inniheldur hvorki rotvarnarefni né aukefna og er stútfullt af vítamínum og næringu sem eykur vellíðan.

Amy’s Kitchen er fjölskyldufyrirtæki, þar sem allir fjölskyldumeðlimirnir leggja sitt af mörkum. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 þegar Rachel og Andy Berliner eignuðust dóttur sína Amy.

Hjá Amy’s Kitchen er maturinn eldaður á sama hátt og við gerum í okkar eigin eldhúsi. Það er byrjað á því að finna ferskasta lífræna grænmetið. Síðan kaupa þau gæða pasta, grjón og baunir og þær mjólkurvörur sem notaðar eru, eru algerlega án hormóna. Vörurnar eru lífrænar

Allt er handgert og sósurnar eru unnar í þrepum, fyrst er olían hituð, þá er kryddunum bætt við og að loks ferskt grænmeti og tómatar. Allt er síðan hægeldað þar til rétta bragðinu er náð.

Moso er náttúrulegur lyktareyðir sem eyðir lykt, ofnæmisvöldum og hættulegri mengun á einfaldan, öruggan og náttúrulegan hátt. Moso pokinn inniheldur bambus kol sem eru þeirri náttúru gædd að þau draga í sig alla ólykt og raka og koma þannig einnig í veg fyrir myglusveppamyndun. Moso er algerlega laus við öll ilmefni.

Frá örófi alda hafa smitsjúkdómar leikið mannkynið grátt. Lengst af hafði læknisfræðin fá svör, meðferð og forvarnir voru ómarkvissar, enda var þekking á eðli og útbreiðslu þessarra sjúkdóma takmörkuð. Í upphafi síðustu aldar voru lungnabólga, inflúensa, berklar og iðrasýkingar algengustu dánarorsakirnar víðast hvar á Vesturlöndum.

Náttúruleg hreinsiefni eru nauðsynleg í sumarhúsið til að rotþróin vinni vandræðalaust og sé sjálfbær, en ójafnvægi í vistkerfi rotþróarinnar getur fyllt hana óþarflega fljótt eða valdið ólykt.

 

Heilsufréttir núna á þessu vori endurspegla það og við beinum athyglinni að þeim þáttum sem við teljum skipta máli nú þegar landsmenn fagnar birtu og sumri.

Veldu grunnolíu sem hentar þinni húð. Við grunnolíurnar má bæta ilmkjarnaolíum eða JURTUM, Allt eftir því sem hentar þér og þínum. Búðu til dásamlegt og nærandi smyrsl sem er lífrænt, náttúrlegt og án allra aukaefna.

Kókosvatnið frá Chi er einstakur drykkur, bæði hvað varðar innihaldið og framleiðsluna sjálfa. Það hentar sérlega vel eftir alla áreynslu, hvort sem er eftir jóga, hlaup eða gott átak í ræktinni. 

Stefanía í Nýjalandi eða Stefanía S. Ólafsdóttir græðari hefur unnið með blómadropa og líkmasolíur í 10 ár og Heilsuhúsið hefur ávallt boðið dropana til sölu. Blómadroparnir frá Flower Essence Services hafa fengið gæðastimpil sem lífefld (Byodynamic) vara. verjir eru leyndardómar dropanna að sögn Stefaníu?

Leiktu með augnblýantinn og nældu þér í rauðan varalit!

Það er mikið um dýrðardaga í desember og ófá tilefnin til að setja upp spariandlitið. Við mælum eindregið með náttúrulegum snyrtivörum sem eru ofnæmisprófaðar og innihalda ekki skaðleg efni fyrir þig eða náttúruna.

llmkjarnaolíur hafa verið notaðar af mannkyninu í lækningaskyni langt aftur í aldir. Vitneskjan um hvernig þær eru notaðar hefur byggt á reynslu kynslóðanna en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á olíunum sýna að virkni þeirra hefur mikil áhrif á heilsufar og andlega líðan.

Notkun ilmkjarnaolíanna er lífstíll út af fyrir sig fyrir heimilið og margt fleira.

D vítamín er stundum kallað sólarvítamínið vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. 

Hreinlætislína fyrir dömur úr lífrænni og náttúrulegri bómull. Heilsuhúsið leitast sífellt við að bjóða viðskiptavinum sínum nýjar náttúrulegar vörur. 

„Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk, tæplega helmingur landsmanna erum við menn“ segir í skemmtilegum texta Stuðmanna.

CONCENTRATION FREYÐITÖFLUR

Arctic Mood er íslenskt vörumerki sem fram-leiðir dásamlega gott te, unnið úr íslenskum lífrænt ræktuðum jurtum. „Markmiðið er að teframleiðsla fyrirtækisins verði leiðandi í framleiðslu á jurtatei á Norður-löndunum“ segja eigendur og stofnendur þessa kraftmikla frum-kvöðla-fyrirtækis.

GINSENG FYRIR KONUR

Nú er fáanlegt í Heilsuhúsinu Siberian Ginseng frá Lifeplan sem er algerlega sniðið að konum og gefur orku sem hentar kvenlíkamanum mjög vel.

Ginsengið vinnur gegn streitu og örvar hugann án þess að trufla svefn eða valda eirðarleysi. Siberian Ginseng hefur að auki hormónajafnandi áhrif og eykur hæfni kvenlíkamans til að standast líkamlegt og andlegt álag.  

Inga Kristjáns næringarþerapisti skrifar: 

Hvað er góð heilsa ?

Það er líklega mjög misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á því. Fyrir suma þýðir góð heilsa það að vera laus við sjúkdóma og verki og geta stundað vinnu og áhugamál án mikilla vandkvæða. Fyrir aðra þýðir hugtakið að vera grannur og í brjálæðislega góðu formi.