Fróðleikur

Leiðir þú hugann einhverntíman að því þegar þú sprautar salernishreinsi í skálina hjá þér hvar hann endar?

Ertu þú að nota réttu hreinlætisvörurnar?

HVERJU ER GOTT AÐ SKIPTA ÚT OG HVAÐ KEMUR ÞÁ Í STAÐINN?

Salcura Derma Spray er 100% náttúrulegt meðferðarúrræði.

Sítrus ilmkjarnaolíurnar koma öllum í gott skap. 

Sítrus ilmkjarnaolíur eru hreinasta dásemd – og sérstaklega á þessum árstíma þegar við erum farin að bíða dálítið eftir sumri og sól.

Þessar húðvörur eru frábærar í kuldanum þegar huga þarf vel að húðinni og umhirðu hennar. Í upphafi árs þegar margir ætla að taka sig í gegn má ekki gleyma húðinni. Hér eru nokkrar húðvörur sem við mælum með. Auðvitað allar náttúrulegar og lausar við öll eiturefni.

Janúardrykkurinn á Safabar Heilsuhússins er Heit orkubomba sem við bjuggum sérstaklega til fyrir þennan kalda mánuð. Skotið er stærra en hin skotin okkar og inniheldur engifer, sítrónu, hunang, kanil og öfluga turmerikdropa.

Terranova Dandelion, Artichoke & Cystein - Jurtahylki.

Hreinsunarlíffæri líkamans hafa mikið að gera á hverjum einasta degi. Það er auðvitað mjög mikilvægt að þau starfi sem skildi enda afeitrunarferlið allri heilsu mjög mikilvægt. Skilvirkur útskilnaður eiturefna og afgangsefna líkamsstarfseminnar er lykillinn að góðri heilsu.

Margir kannast við að hafa fengið sér nokkra bjóra og vaknað með bullandi höfuðverk daginn eftir. Líklegast er að líðanin stafi af hefðbundnum, heldur óskemmtilegum timburmönnum, en það þarf þó ekki að vera. Oft er fólk hreinlega með óþol fyrir einhverjum innihaldsefnum í bjór, t.d. gerinu.

Haft hefur verið á orði að í upphafi lífsins sé okkur gefinn sparireikningur með birgðum ensíma. Ef engir vextir eru á reikningnum eða hlúð að honum að öðru leyti gengur hann á endanum til þurrðar. Eins og mataræði nútímamannsins er háttað klárast ensímin á sparireikningnum löngu áður en yfir lýkur. Það veit á ýmsa lífstílssjúkdóma. Margir eru á því að virkni ensíma á mannslíkamann verði eitthvert heitasta heilsufræðilega umræðuefni 21. aldarinnar.

Eucalyptus ilmkjarnaolía er ákaflega vinsæl enda til margra hluta nytsamleg. En nú í kvef- og flensutíð auk mengunaráhrifa frá eldgosinu er gott að hafa í huga að hún er sérstaklega góð fyrir öndunarfærin.

Episilk andlitslínan er þekkt fyrir að vera náttúruleg gæðavara og nú eru komnar tvær frábærar nýjar vörur í þessari skemmtilegu vörulínu.

Rauðrófur eru vinsælasta grænmetið í bænum vegna eiginleika sinna um þessar mundir. Þessar dökku rætur eru pakkaðar af ávinningi fyrir heilsuna og fegurðina svo að þau eiga fullan rétt á heitinu ofurfæða.  Rauðrófur hafa verið viðfangsefni margra rannsókna sem styðja við hversu góð áhrif þær hafa á heilsuna. Solaray er nú komið með malaðar rauðrófur í hylkjum. Það auðveldar okkur að koma þessari súperfæðu í líkamann. Eitt hylki  þrisvar á dag og líkaminn er í góðum málum!

Svarið býr í náttúrunni eru kjörorð okkar hjá Heilsuhúsinu og við efumst ekki um að í náttúrunni er að finna óþrjótandi uppsprettu sem getur verið okkur til heilsubótar og vellíðunnar ef rétt er með farið. Í gegnum tíðina höfum við mörg hver fjarlægst þau svör og þær lausnir sem búa í náttúrunni og í dag eru heilsubætandi jurtir, náttúrulyf og bætiefni mörgum framandi heimur.

Þess vegna langar okkur til þess að kynna agnarlítið brot af allri þeirri dásemd sem býr í náttúrunni og hvað þetta getur gert fyrir heilsu okkar og líðan. Við hvetjum þig líka til þess að kíkja til okkar í Heilsuhúsið, spyrja og spjalla um hvað náttúran hefur að færa þér, því við erum hér fyrir þig og þína heilsu.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á kynhvötina, þessa frumhvöt mannskepnunnar. Streita og álag hins daglega lífs, ýmsir sjúkdómar og ójafnvægi eru allt áhrifavaldar sem geta haft neikvæð áhrif á kynhvötina hjá okkur. 

Þó er „náttúrulega“ ýmislegt hægt að prófa, meðal annars hin og þessi bætiefni og jurtir sem fást í Heilsuhúsinu og sem hafa gagnast mörgum í þessum tilgangi.

Lavenderolía er til margra hluta nytsamleg. Hér eru nokkrar aðferðir til þess að nýta hana fyrir bæði heimilið og þig.

Fyrir húsverkin
Fyrir hreinan og ilmandi þvott er tilvalið að setja eina teskeið af Lavenderolíu út í hálfan líter af ediki og hrista duglega. Gætið þess að merkja flöskuna og að þetta er aðeins ætlað til þvottar. Edikið er afar gott hreinsiefni, sótthreinsandi og frískandi að auki. Lavenderolían gefur þvottinum góðan ilm og veitir vörn gegn bakteríum og sveppamyndun. Til þess að þrífa gólfin og fá góða angan má bæta þessari blöndu í vatn og renna yfir gólfin. Það eru þrif sem eru bæði góð fyrir heimilið sem og umhverfið. Það gerist ekki betra.

Hjálpar til að viðhalda góðri sjón og almennu heilbrigði augnanna, með sérhannaðri blöndu í einstakri tvennu ríku af Omega-3 DHA og lykilefnunum lútein, aðalbláber og zeaxanthin sem öll styrkja heilbrigði augnanna.

Kókosvatnið frá Chi er alveg einstakur drykkur sem hentar sérlega vel eftir áreynslu, hvort sem er eftir jóga, hlaup eða gott átak í ræktinni. Kókosvatnið vökvar líkamann hraðar en íslenska kranavatnið getur gert auk þess sem í kókosvatninu eru sölt og steinefni sem við töpum með svitanum. Það má segja að kókosvatnið sé eins og íþróttadrykkur, en án slæmu aukaefnanna.

Frábært fyrir heilsuna og ímyndunaraflið. Cocowell er hreint kókoshnetuvatn sem pressað er úr ungum grænum kókoshnetum og því stundum kallað jómfrúrkókóshnetuvatn. 

Stundum förum við í hring og endum á upphafsreit. Þannig er það með spelt. Hjólið hefur ekkert breytst í tímans rás og bragðgott og næringarríkt speltið, ein frum korntegunda, sem ræktuð var fyrir allt að 5000 árum en féll næstum í algera gleymsku, finnur aukinn hljómgrunn hjá nútíma neytendum. Spelt hefur mildan hnetukeim í bragðinu.