Flestir eru vanir grænum djús – því ekki að prófa svartan? Hreinsandi og hressandi blanda.
Þegar hnetusmjör hittir banana gerast einhverjir töfrar. Þetta tvennt bragðast dásamlega vel saman. Einn uppáhaldsréttur Elvis Presley var samloka steikt á pönnu með smjöri með hnetusmjöri og banönum inni á milli. Hér er hollari valkostur sem er ekki síður bragðgóður. Þeytingur sem færir manni vellíðan inn í daginn.