Það er mikilvægt að koma hollustu í litla kroppa og það getur reynst snúið og stundum þarf að hugsa út fyrir boxið. Hér er ein góð uppskrift að hollu hnetu og berjakexi sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Góðan dag.
Ég er að vandræðast aðeins en ég er búin að vera að glíma við blöðruhálskirtilssýkingu í að verða ár og er alltaf á sýklalyfjum. Ég er orðin frekar slæmur í maga og svo er ég að glíma við mikinn kvíða sem er er erfitt að ráða við. Svo er ég víst með vefjagigt, sef illa og er þurr í augum.
það sem ég hef gert til að breyta er ég borða chiafræ á morgnana og tek magnesíum og b 12 vítamín. Ég er búin að taka út allan sykur og hveiti og ég tek líka bætiefni fyrir meltinguna en mig vantar ráð um hvað ég get gert betur.
Kv Á
Smá munaður – mikið bragð.
Krydd hefur verið eftirsóttur lúxus munaður í gegnum aldirnar. En krydd er ekki bara krydd því mikill gæðamunur getur verið á kryddi. Afburða góð, lífrænt ræktuð krydd fást nú í ótrúlega miklu úrvali og í ýmsum ómótstæðilegum blöndum sem gera matinn svo miklu betri.
Ekki eyðileggja gott hráefni með lélegu kryddi – lífið er einfaldlega of stutt.
Borið hefur á því hérlendis að fólk hefur haft áhyggjur af kvikasilfursinnihaldi í sumum bóluefnum fyrir ungabörn, en það magn er smávægilegt miðað við kvikasilfursmagn frá öðrum mengunarvöldum í umhverfi manna, til dæmis í silfurfyllingum í tönnum. Umræðan um kvikasilfur í amalgamfyllingum virðist ekki hafa verið sérlega áberandi hér á landi, en öryggi þessara fyllinga er vægast sagt afar umdeilt.
Komdu sæl Inga.
Getur þú ráðlagt mér hvað ber helst að forðast og hvað að borða þegar bakflæði hrjáir mann?
Ég hef ekki verið "greind" ennþá, fer þó í speglun og eitthvað svoleiðis á næstu vikum.
Er þó með flest einkenni sem ég fann um þetta á netinu.
Eru einhver efni sem geta bætt ástandið?
Kær kveðja,
R
Fram kemur á netmiðlinum www.hringbraut.is að ein mikilvægasta fæðutegundin eru trefjar sem eru þeir plöntuhlutar sem finnast einkum og sér í lagi í ystu lögum róta, fræja og ávaxta. Í næringarfræðinni eru trefjar taldar með kolvetnum og sagðar gríðarlega mikilvægar fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi, einkanlega þarmaflóruna og alla meltingarstarfsemi.
Hampfræ og afurðir úr þeim hafa farið sem eldur í sinu um heilsuheiminn að undanförnu. Rétt er að taka fram að þó svo að hampfræið komi af plöntu sem er sömu ættar og kannabisplantan, inniheldur hampfræið ekki hið virka THC efni kannabisplöntunnar og er því án allrar vímuvirkni. Hins vegar er hampfræ, ásamt afurðum úr þeim svo sem hampolía og fleira, með einstaka heilsufarslega eiginleika sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
