Súkkulaði og heslihnetur er blanda sem klikkar ekki. Hér höfum við próteinríkt súkkulaðistykki sem gefur bæði orku og fyllingu sem endist. Góð blanda af kolvetnum, fitu OG próteini sem sér til þess að blóðsykurinn helst í jafnvægi og þú sleppur við sykursjokkið. Þessi uppskrift gerir um 10 meðalstór stykki. Snilld að eiga í frystinum.
Þessar eru dásamlegar! Stökkar að utan, mjúkar að innan og stútfullar af orku og næringu. Það má leika sér með álegg en þær virka jafn vel sem morgunmatur, bröns og eftirréttur. Ef þú átt ekki vöfflujárn er vel hægt að steikja þær sem pönnukökur. Þetta er lítil uppskrift, eiginlega bara fyrir einn svo þú getur margfaldað hana með fjölda þeirra munna sem þú ætlar að fæða.
Nú er sá tími ársins sem uppskeran kemur í hús. Bláber, krækiber, rifsber og rabarbari eru allt fullkomin hráefni í sultugerðina. En þar þarf ekki að láta staðar numið því það er hægt að bæta við ávöxtum og berjum sem við fáum í verslunum. Í Heilsuhúsinu færðu lífrænt ræktaða ávexti sem er tilvalið að blanda út í hefðbundnu sultuna. Með því að eiga sparisultu getum við gert alla daga að sparidögum!